Færsluflokkur: Íþróttir
9.3.2007 | 11:40
Þrjú ensk lið í undanúrslitum
Eftir stutta umhugsun þá er ég kominn með mína spá.
AC Milan - Bayern München > Bayern áfram
PSV Eindhoven - Liverpool > Liverpool áfram
Roma - Mancherster United > ManU áfram
Chelsea - Valencia > Chelsea áfram
Með öðrum orðum, þrjú ensk lið í undanúrslitum.
Undanúrslit:
Liverpool - Chelsea
ManU - Bayern
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 11:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
8.3.2007 | 15:57
Fjölmiðlamaður vikunnar
Dagur Sveinn Dagbjartsson er hér með valinn Fjölmiðlamaður vikunnar á þessari síðu. Í þessari viku hefur Dagur ekki einungis skeint út hverri íþróttafréttinni á fætur annarri í DV heldur einnig brotið um NBA síðuna á morgnana, skrifað slúðurfréttir frá Hollywood í fjarveru Dóra DNA og rúsínan í pylsuendanum var í dag þegar hann skellti sér í prófarkalesturinn!
Dagur vinnur með yfirburðum en hefði unnið stærri sigur ef hann hefði skellt sér í ljósmyndatöku fyrir blaðið. Svo var því miður ekki.
Hinn fjölhæfi Dagur í vinnu sinni. Oftast sér maður hann þó á hlaupum um allt.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
8.3.2007 | 01:02
Tunglmyrkvi og örbylgjofn
Pétur Svans leikmaður Víkings, en umfram allt Leiknismaður, er hnyttinn drengur. Þá hefur hann gaman af því sem heimurinn hefur upp á að bjóða og þar á meðal er tunglmyrkvi. Mæli með bloggfærslu hans þar sem hann birtir ótrúlega fallegar myndir af þessu fyrirbæri sem tunglmyrkvi er. http://www.blog.central.is/petursvans
Skaptinn kom í heimsókn í vinnuna í kvöld og bauð upp á bolasögur af bestu gerð. Gaman af því þegar hann mætir í siðmenninguna, gerir það of sjaldan.
Og gleðitíðindi! Vilyrði hefur fengist fyrir örbylgjuofni handa starfsmönnum DV. Beiðni um brauðgrill var vísað til æðri dómstóla vegna ótta við að vond lykt geti skapast í þessu opna rými sem blaðið býður starfsmönnum uppá.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.3.2007 | 17:26
Aumingjar!
Eins og æsifréttamiðillinn Fótbolti.net spanderaði í... Navarro er aumingi! (Mancini: Navarro is a coward). Er algjörlega sammála því, ef maður kýlir mann á annað borð þá hleypur maður ekki í burtu! Þetta lærir maður í Breiðholtinu.
Svo er ég sammála Ronaldo... ef ég fengi að ráða væri ég meira til í enska meistaratitilinn en Meistaradeildina. Langt síðan djöflarnir hafa tekið deildina og þá segja 38 leikir meira um styrkleika liða heldur en dagsforms-keppnin Meistaradeildin (sem ég elska þó). Annars væri bæði betra.
Ein mynd hér af Alan Shearer á djamminu með Skapta og einhverjum Liverpool frænda hans.
Uppfært: Eftir að Max, ritstjóri Fótbolta.net, datt inn á þetta blogg breytti hann orðalaginu í fréttinni úr "aumingi" í "gunga". Þykir mér það miður því orðið aumingi selur meira.
Valencia og Inter eiga yfir höfði sér þungar refsingar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 18:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
7.3.2007 | 15:48
Er ég orðinn trúnaðarmaður?
Með því að skoða ekki tölvupóstinn minn í um klukkutíma hérna í vinnunni lítur út fyrir að ég sé orðinn trúnaðarmaður starfsmanna. Samkvæmt heimildum þá getur fyrirtækið ekki rekið trúnaðarmanninn þannig að kostirnir eru einhverjir. Mitt fyrsta baráttumál á víst að krefjast þess að fá örbylgjofn og brauðgrill fyrir starfsmenn.
- Valinkunnir einstaklingar fengu þennan tölvupóst 15:10:
Ég tilnefni Elvis Geir til þess að afhenda Hjálmari Blöndal kröfur okkar um örbylgjuofn og samlokugrill. Þetta er virkilega gott tækifæri fyrir hann til þess að stimpla sig rækilega innan fyrirtækisins, enda nýr og tiltölulega óþekktur starfsmaður. Eitthvað sem hann ætti alls ekki að láta úr greipum sínum renna.
Allir sammála?
Kveðja,
Valgeir Örn Ragnarsson
Blaðamaður, DV
- Án þess að ég næði að bregðast við barst þessi póstur til ALLRA starfsmanna:
Elvar Geir Magnússon í íþróttadeildinni betur þekktur sem Elvis hefur boðið sig fram fyrir hönd ritstjórnar til þess að bera kröfur okkar varðandi örbylgjuofn og samlokugrill undir Hjálmar Blöndal framkvæmdarstjóra.
Fyrir hönd ritstjórnar og starfsmanna DV vill ég þakka Elvis fyrir þetta framtak. Gull af manni
Kveðja
Ásgeir Jónsson
blaðamaður á DV
- Ég hef verið gjörsamlega málaður út í vegg.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
6.3.2007 | 12:37
Skemmtilegasta lag í heimi?
Það er ótrúlegt hvað maður getur fengið mikið af leiðinlegum lögum á heilann. Hér í vinnunni hefur Benni Bó séð til þess að flestir eru komnir með sama lagið á heilann, eða allavega viðlagið á því. Hann heldur því blákalt fram að umrætt lag sé það langbesta og skemmtilegasta á öldum ljósvakans í dag. Allavega hljómar það hjá honum allan liðlangan daginn.
http://www.youtube.com/watch?v=uzA0nG_PurQ
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.3.2007 | 12:20
Gestaþraut dagsins
Coca Cola mörkin
Hér er farið yfir allt það helsta sem gerðist í liðinni umferð í ensku 1. deildinni í knattspyrnu. Mörg félaganna í deildinni eru með íslenska leikmenn á sínum snærum og því kærkomið að fá tækifæri til þess að fylgjast með tilþrifum þeirra í hverri einustu umferð.
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 12:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
5.3.2007 | 12:15
Fínasta helgi
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.3.2007 | 12:00
Ekkert öfundsjúkur!
Í gegnum síðustu ár hef ég heimsótt þá nokkra leikvangana á Englandi ásamt honum Hjalta. Eftirminnilegasti leikurinn er viðureign Man.Utd. og Arsenal þegar fyrrnefnda liðið náði að stöðva taplausa hrinu Lundúnabúa.
En í kringum þessar ferðir hafa ótrúlegustu ævintýri gerst... nú er svo komið að Hjalti skildi mig eftir heima og fór ásamt félögum sínum á hinu svokallaða Liverpool-bloggi tl Englands. Hann ætti í þessum skrifuðu orðum að vera í og við Anfield þar sem er að hefjast leikur Liverpool og United.
Hann sendi mér myndskilaboð í gær frá sér súpandi öl á breskri krá og síðan fyrir um hálftíma fékk ég myndina hér að neðan. Þess má geta að ég er ekkert öfundsjúkur!
Annars spái ég 0-1. Vidic með markið úr skalla eftir horn. Útisigur í leik þar sem jafntefli hefði verið sanngjörn niðurstaða. Það er sætast.
Benítez: Gott fyrir sjálfstraustið að leggja United | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 12:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.3.2007 | 22:26
Komið að skuldadögum...
Ommi og Atli Jó... þetta er til ykkar! Tekið af gömlu bloggsíðunni minni:
10.01.2006 16:48:23 [elwar] | ||
Veðmál | ||
Hér með undirritast að Elvar hefur farið í veðmál við Ómar Inga Guðmundsson, leikmann hjá HK, og Atla Jónasson, varamarkvörð KR. Veðjað er um hvort Fram komist upp úr 1. deildinni í sumar. Elvar segir já en Ómar og Atli nei. Ef Fram kemst upp fær Elvar tvo bjórkassa í lok sumars en ef Fram mistekst það ætlunarverk þarf hann að reiða fram tvo kassa til þessara annars geðþekku manna. |
Jááá strákar mínir... það er komið að skuldadögum!!!
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Um bloggið
Bolablogg Elvars
Tenglar
Ekki Moggablogg
Ýmsar bloggsíður.
- Einn Henry Nestorinn
- Arnar Gumm Í hvernig skapi er Arnar í dag?
- Gísli Matt Öðlingur mikill búsettur á Spáni
- Sævar Tæklarinn mikli
- 111rvk Beint úr Breiðholtinu.
- Hobbitti og Ósa Mjög eðlilegir menn.
- Hjaltmann Skrifar úr Hrísalundi, Akureyri
Íþróttasíður
Ýmsar íþróttasíður sem ég fer daglega á.
- Stolt Breiðholts Leiknir
- Moggasport
- Sammarinn Hressandi
- Sport.is Fínir tappar
- Fótbolti.net Lífsnauðsynlegt.
- Vísir.is - Íþróttir Baldur Beck fer hamförum.
Spurt er
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar