Færsluflokkur: Íþróttir

Jæja... sveittur er maður

Eins og staðfest er hérna í kommentakerfinu að neðan er ég lélegasti bloggari Íslands um þessar mundir. En það skal breytast með smá rembingi :)

Mér krossbrá yfir íþróttafréttapakka RÚV í kvöld. Í fyrsta sinn í mörg ár var boðið upp á eitthvað annað en myndir frá blaðamannafundi sem gefinn var út tölvupóstur um. Fjallað var um olnbogaskot frá aðstoðarþjálfara kvennaliðs Keflavíkur í körfuknattleik. Loksins eitthvað athyglisvert í íþróttapakka Rúv. Húrra fyrir því.

Breiðhyltingar að kveðja úrvalsdeildina í handbolta. Það þýðir að í boltaíþróttunum mun körfuboltalið ÍR eitt halda uppi merki Breiðholtsins í efstu deild karlaíþrótta. Betur má ef duga skal í jafnstóru hverfi.

Rán í Egilshöllinni eru algeng um þessar mundir. Þeir sem þangað mæta til íþróttaiðkunar eiga á hættu að vera rændir. Það hefur víst verið talsvert miklu rænt úr búningsklefanum þar síðustu daga og því fengu Leiknismenn að kynnast í kvöld. Boðið upp á að símum var rænt, veskjum, peysu og buxum. Starfsmenn hússins eru samt ekkert að hafa fyrir því að vara fólk við þessu eða auka öryggisgæsluna.

Hafa verið fremur erfiðir dagar hér á íþróttadeild DV síðustu daga enda verið í tísku að fjölga síðum íþróttablaðsins. Að mörgu leyti mjög gott en erfitt þegar við erum bara þrír.


Mallorka...

Það er ekkert Mallorka veður á Mallorka. Betra veður í London. Hvað er það?

Annars myndi ég nota peninginn í eitthvað annað en að tippa á 2 á leik kvöldsins. Jafnvel þó stuðullinn sé 14,0. Hann ætti í raun að vera hærri.


Furðulegar hliðar fótboltans

Ólafur Jónsson er fyrirliði nýstofnaðs liðs Knattspyrnufélags Breiðholts, KB. Liðið mun leika í 3. deildinni í sumar. Óli starfar sem lögreglumaður. Hann sér um lögreglustörf í Breiðholtinu en flestir leikmenn KB eru búsettir þar.  Hann hefur lent í því þurfa að stöðva samherja sína í liðinu fyrir umferðarlagabrot.

Fyrir nokkrum dögum framkvæmdi hann leit í bíl hjá samherja sínum í liði KB og fann eitthvað dularfullt. Það er ekki hægt að segja annað en að þetta geti stuðlað að sérstakri stemningu inn í búningsklefa liðsins. Svo varð allavega raunin þegar Óli og ákveðinn leikmaður hittust aftur fyrir æfingaleik í gær. Það var þó allt á gamansömum nótum og vonandi helst það þannig.

Það er allt í lög og reglu hjá KB enda ekki að ástæðulausu sem Óli var gerður að fyrirliða!


Mallorca sjúbbídú

Það stefnir allt í að maður sé á leið til Mallorca í næstu viku. Fer þangað fyrir DV og verður hressandi að fara til Spánar í fyrsta sinn á ævinni. Spánn - Ísland. Þeir sem halda að Ísland eigi sjens ættu að skoða landsliðshóp okkar. Ekki að segja að það hefði verið hægt að velja sterkari hóp (þó sumir menn mættu alveg vel missa sig) heldur er þetta bara einfaldlega nægilega sterkt.

En samt verður gaman... hlýtur að vera.

Garðar að gera gott mót í vinnunni handleggsbrotinn. er með penna við gipsið sitt og potar á lyklaborðið. Geri aðrir betur. Ætlar greinilega að verja titil sinn sem fjölmiðlamaður vikunnar.


Ef eitthvað á að banna...

burgersy...þá eru það hamborgararnir sem seldir eru á City of Manchester Stadium. Ef þið eigið leið um þann ágæta völl einn daginn þá verðið að skella ykkur á börger þar ef þið viljið smakka þann versta af öllum. Bragðast eins og skósóli.

En það er hin dínamíska föstudagsfærsla. Í fyrramálið held ég norður á Akureyri og því er engum færslum lofað yfir helgina... samt aldrei að vita hvað getur gerst. Annars er voðalega lítið sem ég hef að segja enda er aðal hitamálið í dag hvort Eiríkur Hauksson eigi að vera rauðhærður. Sleppi því að tala um það.

Jafnvel að maður fari til Mallorca á Spánn - Ísland... stefnir í það allavega.

Eins og ég held nákvæmlega ekkert með ÍR í fótbolta þá rennur Breiðholtsblóðið í æðum mínum þegar kemur að liðum ÍR í handbolta og körfubolta. Góður sigur hjá ÍR í körfunni í gær. Úrslitakeppnin komin af stað en hún er eitt það skemmtilegasta sem íslenskt íþróttalíf býður upp á. Og úlit fyrir óvenju mikla skemmtun í ár (varð að byrja setningu á og fyrir Skapta).

Nenni ekki að bola yfir mig og gera aðra færslu tengda við fréttina um enska landsliðshópinn. Hér má allavega sjá hópinn. Hvernig er sterkasta byrjunarlið Englands? Komið með ykkar skoðun... þá er aldrei að vita nema ég komi með mína.

Annars er Robbie Savage bara ekkert óvinsæll á Englandi! Maðurinn getur ekki mætt á pílukeppni án þess að verða fyrir aðkasti. Sá þetta myndband inn á Sammaranum. En það er föstudagur og þá er það föstudagslagið sem kemur manni í gírinn.

Þakka fyrir lesturinn á þessari ómerkilegu færslu...


mbl.is Chelsea bannar sellerí á Stamford Bridge
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Allir í gallana!

VölzýFyrsti stórleikur ársins í íslenskum fótbolta verður klárlega á laugardaginn þegar Völsungur og Leiknir eigast við í Boganum á Akureyri. Pönkararnir frá Húsavík gegn Ghettó-strákunum úr Breiðholtinu. Gaman að því að þessi tvö lið eru einmitt hægt og bítandi að yfirtaka íslenskan fjölmiðlamarkað.

Til að hita fólk upp fyrir viðureignina á laugardag býð ég upp á stuðningsmannalög þessara tveggja liða, enda fátt skemmtilegra en íslensk stuðningsmannalög. Um er að ræða tvö gjörólík lög svo varla er samlíkjandi.

 

Allir í gallana - Völsungur

Bjart í Breiðholti - Leiknir


King Runar

SPO_Runar_KristinssonRúnar Kristinsson er á leið í KR, það vita það allir en bara er beðið eftir því að hann kroti undir samning. Ég hefði alveg viljað fá hann heim í Breiðholtið en fagna því samt ef maður fær að sjá hann á íslenskum völlum í sumar.

Rúnar er einn besti miðjumaður sem Ísland hefur átt. Hann er dýrkaður og dáður af stuðningsmönnum Lokeren. Ekki er mikið sýnt frá belgíska fótboltanum í íslensku sjónvarpi og því hefur fólk þurft að láta sér duga að lesa um árangur Rúnars í blöðum.

Ég held að margir geri sér ekki alveg grein fyrir því hve ótrúlega góður leikmaður Rúnar var og er!

Á Youtube benti Eyjó mér á þetta myndband sem ég mæli sterklega með:
http://www.youtube.com/watch?v=iqUdFM1hTEI

Svo er hér annað myndband sem er ekki alveg jafn flott en Leiknir kemur samt við sögu og er það gaman: http://www.youtube.com/watch?v=xLLlLOYL2qs


Líkurnar aukast...

Eins og kom fram á þessari síðu ekki alls fyrir löngu þá spái ég því að við fáum þrjú ensk lið í undanúrslitum Meistaradeildarinnar. Líkurnar á að eitt þeirra, Liverpool, komist áfram voru allavega að aukast allsvakalega með fréttum þess efnis að Alex verður ekki með PSV í leikjunum gegn Liverpool. Þó ég hafi ekki séð mikið af honum þá virkar hann ótrúlega öflugur leikmaður.

Meðan hann er meiddur spilar hann allavega ekki með landsliðinu og meðan hann spilar ekki með landsliðinu þá fer hann ekki að spila með Chelsea. Alltaf ljósir punktar á öllu.


mbl.is Alex ekki með gegn Liverpool
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jói Björns í gervi Shakiru (rándýrt)

JóiFyrir einhverjum árum síðan, þegar Popptíví var á hátindi sínum, var haldin dínamísk Shakiru look-a-like keppni. Shakira er vinsæl söngkona sem þið getið séð mynd af með því að smella hérna.

Jóhann Björnsson er nýjasti spaðinn í Landsbankadeildinni. Varnarjaxl sem valinn var leikmaður ársins hjá HK í fyrra. Hann er mikill keppnismaður.

Jói ákvað á sínum tíma að taka þátt í þessari keppni. Þrátt fyrir að vera karlkyns lék hann til sigurs en í vinning var ferð með Steina á Pikktíví á Popptíví á tónleika með Shakiru á erlendri grundu. Hann vann ekki en myndirnar sem hann sendi voru ekki af verri endanum.

Liðsfélagar Jóa hjá HK fréttu af þessu fyrir nokkrum vikum og hefur hann ekki verið kallaður annað en Shakira. "Veeel gert Shakiiiraaa!" heyrði ég Gunnleif Gunnleifsson, markvörð HK-inga, kalla til Jóa í leik í Lengjubikarnum fyrir stuttu.

Eftir því sem ég veit best hafa HK-ingar þó ekki enn fengið að berja augum myndirnar af Jóa í gervi Shakiru. Kristján Ari, kantmaðurinn knái, kom að máli við mig og spurði hvort ekki gæti verið að ég hefði þessar myndir undir höndum. Eftir stutta leit í gamalli tölvu fann ég myndirnar.

Þar sem Jói er toppgaur þá veit ég að hann fyrirgefur mér þetta ;) Smellið á myndirnar til að sjá þær stærri.

Shakira 001Shakira 002


Föstudagsfærslan

Minn gamli skóli, FB, mikið verið til umræðu í dag. Allt varð vitlaust á skólaballi sem haldið var á Selfossi í gærkvöldi. Hitti formann nemendaráðs í Smáralind áðan og hún var öll hin hressasta. Vissulega fór þetta úr böndunum en gerður hefur verið úlfaldi úr hundi.

Finnst mér synd að hætt sé að gera páskaegg sem hafa hina klassísku strumpa. Nú eru komnar einhverjar ómerkilegar geimverur. Finnst mér það mjög leiðinlegt enda á ég eitt stærsta strumpasafn landsins. En páskaeggin allavega komin í búðirnar og nýbúið að lækka matarskattinn.

Vil skora á Sýn að grafa aftur upp gamla enska bolta lagið næsta vetur (Match of the day lag BBC). Hef saknað þess mikið... þið þekkið þetta, dududududuruddududdu.... Skora líka á þá sem ekki hafa enn spáð í Meistaradeildina í síðustu færslu að gera það.

Ég er allavega kominn í helgarfílinginn! Ef þú ert það ekki þá skaltu bara hlusta og horfa á þetta: http://www.youtube.com/watch?v=cD3lPGcvtpE Ég lofa að helgarfílingurinn komi þá. Þetta er skylduáhorf.

 


Næsta síða »

Um bloggið

Bolablogg Elvars

Höfundur

Elvar Geir Magnússon
Elvar Geir Magnússon
Íþróttafíkill sem starfar hjá DV. Breiðhyltingur fram í fingurgóma. Er forseti 3. deildarliðsins KB og stuðningsmaður Leiknis, Inter og ManJú.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Spurt er

Tekurðu þátt í skoðanakönnunum á bloggsíðum?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 677

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband