11.4.2007 | 23:47
Jæja... sveittur er maður
Eins og staðfest er hérna í kommentakerfinu að neðan er ég lélegasti bloggari Íslands um þessar mundir. En það skal breytast með smá rembingi :)
Mér krossbrá yfir íþróttafréttapakka RÚV í kvöld. Í fyrsta sinn í mörg ár var boðið upp á eitthvað annað en myndir frá blaðamannafundi sem gefinn var út tölvupóstur um. Fjallað var um olnbogaskot frá aðstoðarþjálfara kvennaliðs Keflavíkur í körfuknattleik. Loksins eitthvað athyglisvert í íþróttapakka Rúv. Húrra fyrir því.
Breiðhyltingar að kveðja úrvalsdeildina í handbolta. Það þýðir að í boltaíþróttunum mun körfuboltalið ÍR eitt halda uppi merki Breiðholtsins í efstu deild karlaíþrótta. Betur má ef duga skal í jafnstóru hverfi.
Rán í Egilshöllinni eru algeng um þessar mundir. Þeir sem þangað mæta til íþróttaiðkunar eiga á hættu að vera rændir. Það hefur víst verið talsvert miklu rænt úr búningsklefanum þar síðustu daga og því fengu Leiknismenn að kynnast í kvöld. Boðið upp á að símum var rænt, veskjum, peysu og buxum. Starfsmenn hússins eru samt ekkert að hafa fyrir því að vara fólk við þessu eða auka öryggisgæsluna.
Hafa verið fremur erfiðir dagar hér á íþróttadeild DV síðustu daga enda verið í tísku að fjölga síðum íþróttablaðsins. Að mörgu leyti mjög gott en erfitt þegar við erum bara þrír.
Um bloggið
Bolablogg Elvars
Tenglar
Ekki Moggablogg
Ýmsar bloggsíður.
- Einn Henry Nestorinn
- Arnar Gumm Í hvernig skapi er Arnar í dag?
- Gísli Matt Öðlingur mikill búsettur á Spáni
- Sævar Tæklarinn mikli
- 111rvk Beint úr Breiðholtinu.
- Hobbitti og Ósa Mjög eðlilegir menn.
- Hjaltmann Skrifar úr Hrísalundi, Akureyri
Íþróttasíður
Ýmsar íþróttasíður sem ég fer daglega á.
- Stolt Breiðholts Leiknir
- Moggasport
- Sammarinn Hressandi
- Sport.is Fínir tappar
- Fótbolti.net Lífsnauðsynlegt.
- Vísir.is - Íþróttir Baldur Beck fer hamförum.
Spurt er
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ef ykkur vantar einhvern liðsauka þá er ég laus, einnig mjög góður að fara með Skipafréttir ;)
brynjar ýmir (IP-tala skráð) 12.4.2007 kl. 11:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.