Af kofaborgurum og einhverju...

Stífur vinnudagur á morgun... 12 blaðsíður sem fylla þarf. Ágætis rólyndis laugardagskvöld, er í risíbúð Hobbitanz að spila Stjórann ásamt fjórum öðrum. Sit hjá núna og ákvað að skeina smá bloggi. Væri til í eins og einn til tvo kalda með en sýklalyf banna það víst. Af hverju sýklalyf? Maður þarf að bjóða upp á söguna af því við tækifæri.

Álverið ekki stækkað. Gæti ekki verið meira sama.

Kom heim úr London/Mallorka ferðinni á fimmtudagskvöld. Er algjörlega kominn með yfirdrifið nóg af flugvöllum í bili. Ferðin bara helvíti fín. Lítið um vatnslás en þó eitthvað.

Verð að mæla með fjósa-sjoppunni sem er við Norðlingaholtið, sumarbústaðakofinn. Mesta verkamannasjoppa í heimi. Skellti mér á hana með Degi og varð Kofaborgara-tilboðið fyrir valinu. Fullt af hressum Pólverjum og sveittum mönnum að borða sveittan mat. Kofaborgarinn er sveittur en ekki jafn sveittur og franskarnir. Sveittur matur er góður.

Davíð Snorri kallar... komið að því að leggja hann aftur að velli.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er Fjósasjoppan með öllum Pólverjunum betri matsölustaður en Suðurver? Hvar ætli sé að finna sveittasta mat á Íslandi

Beggi (IP-tala skráð) 2.4.2007 kl. 22:44

2 identicon

Eru menn ekkert að svara kommentum? He, he. Ég er McDonaldsmaður og hef alltaf verið! Kvðja, Svanur

Einn Svanur (IP-tala skráð) 5.4.2007 kl. 00:15

3 identicon

Ert ekkert að skíta á þig í bloggmálum, alls ekki.

danny digri (IP-tala skráð) 6.4.2007 kl. 18:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bolablogg Elvars

Höfundur

Elvar Geir Magnússon
Elvar Geir Magnússon
Íþróttafíkill sem starfar hjá DV. Breiðhyltingur fram í fingurgóma. Er forseti 3. deildarliðsins KB og stuðningsmaður Leiknis, Inter og ManJú.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Spurt er

Tekurðu þátt í skoðanakönnunum á bloggsíðum?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband