1.4.2007 | 00:49
Af kofaborgurum og einhverju...
Stífur vinnudagur á morgun... 12 blaðsíður sem fylla þarf. Ágætis rólyndis laugardagskvöld, er í risíbúð Hobbitanz að spila Stjórann ásamt fjórum öðrum. Sit hjá núna og ákvað að skeina smá bloggi. Væri til í eins og einn til tvo kalda með en sýklalyf banna það víst. Af hverju sýklalyf? Maður þarf að bjóða upp á söguna af því við tækifæri.
Álverið ekki stækkað. Gæti ekki verið meira sama.
Kom heim úr London/Mallorka ferðinni á fimmtudagskvöld. Er algjörlega kominn með yfirdrifið nóg af flugvöllum í bili. Ferðin bara helvíti fín. Lítið um vatnslás en þó eitthvað.
Verð að mæla með fjósa-sjoppunni sem er við Norðlingaholtið, sumarbústaðakofinn. Mesta verkamannasjoppa í heimi. Skellti mér á hana með Degi og varð Kofaborgara-tilboðið fyrir valinu. Fullt af hressum Pólverjum og sveittum mönnum að borða sveittan mat. Kofaborgarinn er sveittur en ekki jafn sveittur og franskarnir. Sveittur matur er góður.
Davíð Snorri kallar... komið að því að leggja hann aftur að velli.
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Um bloggið
Bolablogg Elvars
Tenglar
Ekki Moggablogg
Ýmsar bloggsíður.
- Einn Henry Nestorinn
- Arnar Gumm Í hvernig skapi er Arnar í dag?
- Gísli Matt Öðlingur mikill búsettur á Spáni
- Sævar Tæklarinn mikli
- 111rvk Beint úr Breiðholtinu.
- Hobbitti og Ósa Mjög eðlilegir menn.
- Hjaltmann Skrifar úr Hrísalundi, Akureyri
Íþróttasíður
Ýmsar íþróttasíður sem ég fer daglega á.
- Stolt Breiðholts Leiknir
- Moggasport
- Sammarinn Hressandi
- Sport.is Fínir tappar
- Fótbolti.net Lífsnauðsynlegt.
- Vísir.is - Íþróttir Baldur Beck fer hamförum.
Spurt er
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Er Fjósasjoppan með öllum Pólverjunum betri matsölustaður en Suðurver? Hvar ætli sé að finna sveittasta mat á Íslandi
Beggi (IP-tala skráð) 2.4.2007 kl. 22:44
Eru menn ekkert að svara kommentum? He, he. Ég er McDonaldsmaður og hef alltaf verið! Kvðja, Svanur
Einn Svanur (IP-tala skráð) 5.4.2007 kl. 00:15
Ert ekkert að skíta á þig í bloggmálum, alls ekki.
danny digri (IP-tala skráð) 6.4.2007 kl. 18:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.