16.3.2007 | 15:53
Ef eitthvað á að banna...
...þá eru það hamborgararnir sem seldir eru á City of Manchester Stadium. Ef þið eigið leið um þann ágæta völl einn daginn þá verðið að skella ykkur á börger þar ef þið viljið smakka þann versta af öllum. Bragðast eins og skósóli.
En það er hin dínamíska föstudagsfærsla. Í fyrramálið held ég norður á Akureyri og því er engum færslum lofað yfir helgina... samt aldrei að vita hvað getur gerst. Annars er voðalega lítið sem ég hef að segja enda er aðal hitamálið í dag hvort Eiríkur Hauksson eigi að vera rauðhærður. Sleppi því að tala um það.
Jafnvel að maður fari til Mallorca á Spánn - Ísland... stefnir í það allavega.
Eins og ég held nákvæmlega ekkert með ÍR í fótbolta þá rennur Breiðholtsblóðið í æðum mínum þegar kemur að liðum ÍR í handbolta og körfubolta. Góður sigur hjá ÍR í körfunni í gær. Úrslitakeppnin komin af stað en hún er eitt það skemmtilegasta sem íslenskt íþróttalíf býður upp á. Og úlit fyrir óvenju mikla skemmtun í ár (varð að byrja setningu á og fyrir Skapta).
Nenni ekki að bola yfir mig og gera aðra færslu tengda við fréttina um enska landsliðshópinn. Hér má allavega sjá hópinn. Hvernig er sterkasta byrjunarlið Englands? Komið með ykkar skoðun... þá er aldrei að vita nema ég komi með mína.
Annars er Robbie Savage bara ekkert óvinsæll á Englandi! Maðurinn getur ekki mætt á pílukeppni án þess að verða fyrir aðkasti. Sá þetta myndband inn á Sammaranum. En það er föstudagur og þá er það föstudagslagið sem kemur manni í gírinn.
Þakka fyrir lesturinn á þessari ómerkilegu færslu...
Chelsea bannar sellerí á Stamford Bridge | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Bolablogg Elvars
Tenglar
Ekki Moggablogg
Ýmsar bloggsíður.
- Einn Henry Nestorinn
- Arnar Gumm Í hvernig skapi er Arnar í dag?
- Gísli Matt Öðlingur mikill búsettur á Spáni
- Sævar Tæklarinn mikli
- 111rvk Beint úr Breiðholtinu.
- Hobbitti og Ósa Mjög eðlilegir menn.
- Hjaltmann Skrifar úr Hrísalundi, Akureyri
Íþróttasíður
Ýmsar íþróttasíður sem ég fer daglega á.
- Stolt Breiðholts Leiknir
- Moggasport
- Sammarinn Hressandi
- Sport.is Fínir tappar
- Fótbolti.net Lífsnauðsynlegt.
- Vísir.is - Íþróttir Baldur Beck fer hamförum.
Spurt er
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þetta er klárlega sterkasta liðið:
Markið:
Robinson (svo dettur Carson inn eftir örfá misseri)
Vörn:
Carra (leysir allar stöður óaðfinnanlega!) Terry, Ferdinand, A.sshole
Miðja:
Lennon, Gerrard, Hargreaves, Lampard
Sókn:
Hvar er Crouch??!?! Dýnamískur í teignum
Rooney og Defoe
Þetta lið færi langt á Gull og Silfur, klárt.
danni paparazzi (IP-tala skráð) 16.3.2007 kl. 17:38
Mark:Robinson
Vörn:Neville;Terry;Carra;Cole
Miðja: Pennant;Gerrard;Hargreaves;Lennon
Framherjar:Crouch Fowler
Draumalið englands
btw., þetta föstudagslag er alveg óaðfinnanlegt, þvílík unun að horfa á þetta.
Óttar Bjarni (IP-tala skráð) 16.3.2007 kl. 19:19
Ánægður með hlutleysi ykkar Liverpool mannana. Sérstaklega þitt Óttar :) hahaha róum okkur á Pennant.
Ég myndi spandera í þetta svona í augnablikinu. 4-4-2 með tígli á miðjunni. Erfiðast að velja markvörð og mann frammi með Rooney. En verð samt að lýsa frati á Lennoninn og vonbrigðum að báðir kommentarar hingað til hafi valið hann. Landsliðsklassi þykir mér fjarri lagi í hans dæmi.
-------------------Ben Foster
Gary Nev - Carragher - Terry - Ashley Cole
----------------------Carrick
------Gerrard-------------------Hargreaves
----------------------Lampard
--------------Rooney-------Defoe
Elvar Geir Magnússon, 16.3.2007 kl. 23:56
Rólex.. Ég er nú á því að hamborgarinn á City of Manchester Stadium hafi verið mjög góður!!! Okkur G. Ben fannst það allavega.
Enska liðið? Sammála Elvis með hvað er erfiðast að velja. Robinson er ekki jafn góður og margir halda og ég væri alveg til í að sjá Foster fá tækifæri. Frammi með Rooney? Ég segi Crouch, klárlega, en hann er reyndar meiddur og því styð ég Defoe. Nú var Gary Neville samt að meiðast og ef hann verður ekki með verður Carragher í hægri bakverði og Rio í miðverðinum...
Skapti (IP-tala skráð) 17.3.2007 kl. 13:32
Robinson er verulega slakur, en það er ekkert skárra í boði...meina þegar Ben Foster er alternative'ið þá segir það bara sitt ! Reina er nú farinn að kalla börnin sín scousers þannig að aldrei að vita nema hægt sé að plata hann í tvöfalt ríkisfang, fara íslensku leiðina og out-source'a vandræðastöðunum ! :)
Þá fyrst væri enska liðið contender um einhverjar dollur (Já og kannski fá alvöru striker sem choke'ar ekki undir pressu eins og þetta United pakk!)
Los Papparazzo (IP-tala skráð) 18.3.2007 kl. 21:14
Sælir....
Þetta er nú eki flókið
DAvid James/ Foster í markinu
Gary N-Rio-Terry-A.cole
Beckham-Gerrard-LAmpard-J.Cole( meiddur þá Lennon)
Rooney-Andy Johnson
Enginn Carra-Fowler-Crouch. Ekki í hóp
Davíð Snorri (IP-tala skráð) 1.4.2007 kl. 01:48
Sælir....
Þetta er nú eki flókið
DAvid James/ Foster í markinu
Gary N-Rio-Terry-A.cole
Beckham-Gerrard-LAmpard-J.Cole( meiddur þá Lennon)
Rooney-Andy Johnson
Enginn Carra-Fowler-Crouch. Ekki í hóp
Davíð Snorri (IP-tala skráð) 1.4.2007 kl. 01:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.