Allir í gallana!

VölzýFyrsti stórleikur ársins í íslenskum fótbolta verður klárlega á laugardaginn þegar Völsungur og Leiknir eigast við í Boganum á Akureyri. Pönkararnir frá Húsavík gegn Ghettó-strákunum úr Breiðholtinu. Gaman að því að þessi tvö lið eru einmitt hægt og bítandi að yfirtaka íslenskan fjölmiðlamarkað.

Til að hita fólk upp fyrir viðureignina á laugardag býð ég upp á stuðningsmannalög þessara tveggja liða, enda fátt skemmtilegra en íslensk stuðningsmannalög. Um er að ræða tvö gjörólík lög svo varla er samlíkjandi.

 

Allir í gallana - Völsungur

Bjart í Breiðholti - Leiknir


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Völsungur hefur klárlega vinningin.

„Koma svo grænir við vitum hvað bíður okkar, þetta er sex stiga leikur“

Húsvískt pönk eins og það gerist best.

Snarpir strákar glöggir, núna hirðum bikarinn!!! Veit það ekki

Hélt að ghetto ground væri með hardcore rapp en svo var ekki...

Atkvæði mitt fer norður

bóasinn (IP-tala skráð) 15.3.2007 kl. 15:19

2 identicon

Stuðningsmannalag Völsungs er mjög skemmtileg. Er þetta jafnvel hin stórkostlega hljómsveit Innvortis? Þess má geta að það band var í miklu uppáhaldi hjá mér forðum daga, sér í lagi lagið "Verður Morgunverður?" Menn hljóta að þekkja það band út og inn?

"Þetta lítur ágætlega út," bendir skýrmerkilega til þess að árangur Völsungsliðsins hafi ekki verið neitt til að hrópa húrra fyrir...

Augljóslega fer atkvæðið mitt samt í Breiðholtið þrátt fyrir að ropinn undir lokinn hafi komið sterkur inn Völsungsmegin.

Hjaltmann (IP-tala skráð) 15.3.2007 kl. 17:06

3 identicon

Lag: Down on the Corner með Creedence Clearwater Revival.
Texti: Mesta ljóðskáld Íslandssögunnar. 

"Na, na, na, nana, na, nana, na, nana"

: endurtakist  7 sinnum :

Bjart í Breiðholti,
boltinn rúllar enn.
bjartsýnir og beittir,
Bestir eru Leiknismenn.

Vörnin eins og veggur
vanir menn á ferð.
Þar sem mótherjinn svo heggur,
þá bitlaust er hans sverð.

Í sókninni svo snöggir,
svo fer boltinn inn.
Snarpir strákar glöggir,
núna hirðum bikarinn.

Bjart í Breiðholti,
boltinn rúllar enn.
bjartsýnir og beittir,
Bestir eru Leiknismenn.

Bjart í Breiðholti,
boltinn rúllar enn.
bjartsýnir og beittir,
Bestir eru Leiknismenn. 

(Mögnuð lýsing á Leiknismarki)

Bjart í Breiðholti,
boltinn rúllar enn.
bjartsýnir og beittir,
Bestir eru Leiknismenn. 

Bjart í Breiðholti,
boltinn rúllar enn.
bjartsýnir og beittir,
Bestir eru Leiknismenn. 

Vörnin eins og veggur
vanir menn á ferð.
Þar sem mótherjinn svo heggur,
þá bitlaust er hans sverð.

Í sókninni svo snöggir,
svo fer boltinn inn.
Snarpir strákar glöggir,
núna hirðum bikarinn.

Bjart í Breiðholti,
boltinn rúllar enn.
bjartsýnir og beittir,
Bestir eru Leiknismenn.

Bjart í Breiðholti,
boltinn rúllar enn.
bjartsýnir og beittir,
Bestir eru Leiknismenn.

"Na, na, na, nana, na, nana, na, nana"

: endurtakist 9 sinnum :

-----------------------------------------------------

Þvílík snilld. Yndislegt. Í Skólaljóðin með þennan texta! 

Eiríkur Stefán Ásgeirsson (IP-tala skráð) 15.3.2007 kl. 18:40

4 Smámynd: Elvar Geir Magnússon

hahahaha þetta þarf ekki að vera flókið til að vera gott. En þökk sé Gloriu þá geta nú allir sungið með.

Elvar Geir Magnússon, 15.3.2007 kl. 23:01

5 identicon

"I don´t want to hurt you... I just want to kill you."

Þetta ortu meðlimir sveitaballahljómsveitarinnar Cannibal Corpse hérna um árið og vonast ég til að þeir taki þetta lag á tónleikum sínum þegar þeir mæta á klakann í sumar. Allir þangað. 

BB (IP-tala skráð) 16.3.2007 kl. 03:04

6 identicon

Leiknis lagið fær atkvæði mitt fyrir góða lýsing á markinu sem þeir skora. afburða vel gert

Höddi (IP-tala skráð) 16.3.2007 kl. 11:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bolablogg Elvars

Höfundur

Elvar Geir Magnússon
Elvar Geir Magnússon
Íþróttafíkill sem starfar hjá DV. Breiðhyltingur fram í fingurgóma. Er forseti 3. deildarliðsins KB og stuðningsmaður Leiknis, Inter og ManJú.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Spurt er

Tekurðu þátt í skoðanakönnunum á bloggsíðum?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband