10.3.2007 | 13:58
Jói Björns í gervi Shakiru (rándýrt)
Fyrir einhverjum árum síðan, þegar Popptíví var á hátindi sínum, var haldin dínamísk Shakiru look-a-like keppni. Shakira er vinsæl söngkona sem þið getið séð mynd af með því að smella hérna.
Jóhann Björnsson er nýjasti spaðinn í Landsbankadeildinni. Varnarjaxl sem valinn var leikmaður ársins hjá HK í fyrra. Hann er mikill keppnismaður.
Jói ákvað á sínum tíma að taka þátt í þessari keppni. Þrátt fyrir að vera karlkyns lék hann til sigurs en í vinning var ferð með Steina á Pikktíví á Popptíví á tónleika með Shakiru á erlendri grundu. Hann vann ekki en myndirnar sem hann sendi voru ekki af verri endanum.
Liðsfélagar Jóa hjá HK fréttu af þessu fyrir nokkrum vikum og hefur hann ekki verið kallaður annað en Shakira. "Veeel gert Shakiiiraaa!" heyrði ég Gunnleif Gunnleifsson, markvörð HK-inga, kalla til Jóa í leik í Lengjubikarnum fyrir stuttu.
Eftir því sem ég veit best hafa HK-ingar þó ekki enn fengið að berja augum myndirnar af Jóa í gervi Shakiru. Kristján Ari, kantmaðurinn knái, kom að máli við mig og spurði hvort ekki gæti verið að ég hefði þessar myndir undir höndum. Eftir stutta leit í gamalli tölvu fann ég myndirnar.
Þar sem Jói er toppgaur þá veit ég að hann fyrirgefur mér þetta ;) Smellið á myndirnar til að sjá þær stærri.
Um bloggið
Bolablogg Elvars
Tenglar
Ekki Moggablogg
Ýmsar bloggsíður.
- Einn Henry Nestorinn
- Arnar Gumm Í hvernig skapi er Arnar í dag?
- Gísli Matt Öðlingur mikill búsettur á Spáni
- Sævar Tæklarinn mikli
- 111rvk Beint úr Breiðholtinu.
- Hobbitti og Ósa Mjög eðlilegir menn.
- Hjaltmann Skrifar úr Hrísalundi, Akureyri
Íþróttasíður
Ýmsar íþróttasíður sem ég fer daglega á.
- Stolt Breiðholts Leiknir
- Moggasport
- Sammarinn Hressandi
- Sport.is Fínir tappar
- Fótbolti.net Lífsnauðsynlegt.
- Vísir.is - Íþróttir Baldur Beck fer hamförum.
Spurt er
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Æjj afhverju þurftiru að minna mig á þetta maður? Ég sem var nýbúinn að ná að losa mig við þessar myndir úr hausnum á mér eftir áralanga baráttu!
Tommi (IP-tala skráð) 10.3.2007 kl. 15:12
Þetta er það allra allra flottasta sem Breiðholtið hefur gefið af sér!
Guðni Rúnir Gíslason (IP-tala skráð) 11.3.2007 kl. 20:21
Þess má til gamans geta að myndirnar af Jóa voru víst dæmdar ólöglegar í Shakiru keppninni. Keppnin var sponseruð af Pepsi og í leikreglum var m.a. að gosdrykkurinn Pepsi þurfti að sjást á myndunum.
Elvar Geir Magnússon, 11.3.2007 kl. 22:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.