9.3.2007 | 18:37
Föstudagsfærslan
Minn gamli skóli, FB, mikið verið til umræðu í dag. Allt varð vitlaust á skólaballi sem haldið var á Selfossi í gærkvöldi. Hitti formann nemendaráðs í Smáralind áðan og hún var öll hin hressasta. Vissulega fór þetta úr böndunum en gerður hefur verið úlfaldi úr hundi.
Finnst mér synd að hætt sé að gera páskaegg sem hafa hina klassísku strumpa. Nú eru komnar einhverjar ómerkilegar geimverur. Finnst mér það mjög leiðinlegt enda á ég eitt stærsta strumpasafn landsins. En páskaeggin allavega komin í búðirnar og nýbúið að lækka matarskattinn.
Vil skora á Sýn að grafa aftur upp gamla enska bolta lagið næsta vetur (Match of the day lag BBC). Hef saknað þess mikið... þið þekkið þetta, dududududuruddududdu.... Skora líka á þá sem ekki hafa enn spáð í Meistaradeildina í síðustu færslu að gera það.
Ég er allavega kominn í helgarfílinginn! Ef þú ert það ekki þá skaltu bara hlusta og horfa á þetta: http://www.youtube.com/watch?v=cD3lPGcvtpE Ég lofa að helgarfílingurinn komi þá. Þetta er skylduáhorf.
Um bloggið
Bolablogg Elvars
Tenglar
Ekki Moggablogg
Ýmsar bloggsíður.
- Einn Henry Nestorinn
- Arnar Gumm Í hvernig skapi er Arnar í dag?
- Gísli Matt Öðlingur mikill búsettur á Spáni
- Sævar Tæklarinn mikli
- 111rvk Beint úr Breiðholtinu.
- Hobbitti og Ósa Mjög eðlilegir menn.
- Hjaltmann Skrifar úr Hrísalundi, Akureyri
Íþróttasíður
Ýmsar íþróttasíður sem ég fer daglega á.
- Stolt Breiðholts Leiknir
- Moggasport
- Sammarinn Hressandi
- Sport.is Fínir tappar
- Fótbolti.net Lífsnauðsynlegt.
- Vísir.is - Íþróttir Baldur Beck fer hamförum.
Spurt er
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þetta er svo mikil gargandi snilld.
Lifi Moskau Moskau!
Óttar Bjarni (IP-tala skráð) 9.3.2007 kl. 19:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.