7.3.2007 | 15:48
Er ég orðinn trúnaðarmaður?
Með því að skoða ekki tölvupóstinn minn í um klukkutíma hérna í vinnunni lítur út fyrir að ég sé orðinn trúnaðarmaður starfsmanna. Samkvæmt heimildum þá getur fyrirtækið ekki rekið trúnaðarmanninn þannig að kostirnir eru einhverjir. Mitt fyrsta baráttumál á víst að krefjast þess að fá örbylgjofn og brauðgrill fyrir starfsmenn.
- Valinkunnir einstaklingar fengu þennan tölvupóst 15:10:
Ég tilnefni Elvis Geir til þess að afhenda Hjálmari Blöndal kröfur okkar um örbylgjuofn og samlokugrill. Þetta er virkilega gott tækifæri fyrir hann til þess að stimpla sig rækilega innan fyrirtækisins, enda nýr og tiltölulega óþekktur starfsmaður. Eitthvað sem hann ætti alls ekki að láta úr greipum sínum renna.
Allir sammála?
Kveðja,
Valgeir Örn Ragnarsson
Blaðamaður, DV
- Án þess að ég næði að bregðast við barst þessi póstur til ALLRA starfsmanna:
Elvar Geir Magnússon í íþróttadeildinni betur þekktur sem Elvis hefur boðið sig fram fyrir hönd ritstjórnar til þess að bera kröfur okkar varðandi örbylgjuofn og samlokugrill undir Hjálmar Blöndal framkvæmdarstjóra.
Fyrir hönd ritstjórnar og starfsmanna DV vill ég þakka Elvis fyrir þetta framtak. Gull af manni
Kveðja
Ásgeir Jónsson
blaðamaður á DV
- Ég hef verið gjörsamlega málaður út í vegg.
Um bloggið
Bolablogg Elvars
Tenglar
Ekki Moggablogg
Ýmsar bloggsíður.
- Einn Henry Nestorinn
- Arnar Gumm Í hvernig skapi er Arnar í dag?
- Gísli Matt Öðlingur mikill búsettur á Spáni
- Sævar Tæklarinn mikli
- 111rvk Beint úr Breiðholtinu.
- Hobbitti og Ósa Mjög eðlilegir menn.
- Hjaltmann Skrifar úr Hrísalundi, Akureyri
Íþróttasíður
Ýmsar íþróttasíður sem ég fer daglega á.
- Stolt Breiðholts Leiknir
- Moggasport
- Sammarinn Hressandi
- Sport.is Fínir tappar
- Fótbolti.net Lífsnauðsynlegt.
- Vísir.is - Íþróttir Baldur Beck fer hamförum.
Spurt er
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 677
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Stórkostlegt
Skapti (IP-tala skráð) 7.3.2007 kl. 17:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.