1.3.2007 | 13:43
Skot í fót á íþróttasíðu
Það má með sanni segja að maður hafi getað brosað út í annað þegar Blaðið bauð upp á algjöra dínamík á íþróttasíðu sinni í gær. Farið var yfir liðsstyrkingar liða í Landsbankadeildinni fyrir komandi tímabil. Birtir voru listar yfir þá leikmenn sem hafa gengið til liðs við hvert lið í deildinni.
Það fyrsta sem ég rak augun í voru hve margir leikmenn voru á listunum. Samkvæmt þessum lista er HK búið að fá heila sextán leikmenn, glænýjan hóp eftir að hafa unnið sér sæti í deildinni! Þá er sagt að Keflavík hafi fengið heila tuttugu nýja leikmenn fyrir komandi átök og Fylkir og Valur nítján!
Þegar nöfn þessara leikmanna eru betur skoðuð kemur í ljós að Blaðið skaut sig vel í fótinn. Hefur ekki verið haft mikið fyrir því að vinna þessa frétt og aðeins notast við félagaskiptatalið af ksi.is. Það sem blaðamaður blaðsins Blaðið hefur ekki gert sér grein fyrir því er að á vefsíðu KSÍ eru líka gefin upp félagaskipti fyrir yngri flokka.
Ekki veit ég t.d. hvað Dagur Snær Grétarsson, átta ára leikmaður, á að gera fyrir Fylki í Landsbankadeildinni í sumar. Hann á kannski framtíðina fyrir sér en ég ætla að leyfa mér að efast að hann styrki meistaraflokk Fylkis í bráð. Jakob Þór Bergþórsson, fæddur 1994, genginn til liðs við KR og svo mætti lengi lengi telja...
Já þetta er kostulegt. Miklar hrókeringar í boltanum eins og segir í fyrirsögn blaðsins!
Um bloggið
Bolablogg Elvars
Tenglar
Ekki Moggablogg
Ýmsar bloggsíður.
- Einn Henry Nestorinn
- Arnar Gumm Í hvernig skapi er Arnar í dag?
- Gísli Matt Öðlingur mikill búsettur á Spáni
- Sævar Tæklarinn mikli
- 111rvk Beint úr Breiðholtinu.
- Hobbitti og Ósa Mjög eðlilegir menn.
- Hjaltmann Skrifar úr Hrísalundi, Akureyri
Íþróttasíður
Ýmsar íþróttasíður sem ég fer daglega á.
- Stolt Breiðholts Leiknir
- Moggasport
- Sammarinn Hressandi
- Sport.is Fínir tappar
- Fótbolti.net Lífsnauðsynlegt.
- Vísir.is - Íþróttir Baldur Beck fer hamförum.
Spurt er
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 677
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hahahahahahahahahahahahahahaha. Þetta fékk mig til að fá áhuga á fótbolta. Gummi Þ
gummiÞ (IP-tala skráð) 2.3.2007 kl. 00:36
Ertu ekki að grínast? Hvað er í gangi? Þurfa menn ekkert að vera inní boltanum til að vera íþróttafréttamenn?
Valur (IP-tala skráð) 2.3.2007 kl. 16:08
Búinn að tala við íþróttafréttamanninn (og sama sem ekkert kynda hann) og hann viðurkennir pappíringu (eðlilega)
Bað um tilkynningu fyrir son minn sem er að verða 4 ára en hann er að skipta úr KR í Breiðablik (fyrir feitan seðil) og fæ víst forsíðu enda stórfrétt.
Nessy (IP-tala skráð) 2.3.2007 kl. 21:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.