Benz afmælisbarn dagsins

Til hamingju Benedikt Bóas Hinriksson, umbrotsmaður. 26 ára í dag.

Jæja... sveittur er maður

Eins og staðfest er hérna í kommentakerfinu að neðan er ég lélegasti bloggari Íslands um þessar mundir. En það skal breytast með smá rembingi :)

Mér krossbrá yfir íþróttafréttapakka RÚV í kvöld. Í fyrsta sinn í mörg ár var boðið upp á eitthvað annað en myndir frá blaðamannafundi sem gefinn var út tölvupóstur um. Fjallað var um olnbogaskot frá aðstoðarþjálfara kvennaliðs Keflavíkur í körfuknattleik. Loksins eitthvað athyglisvert í íþróttapakka Rúv. Húrra fyrir því.

Breiðhyltingar að kveðja úrvalsdeildina í handbolta. Það þýðir að í boltaíþróttunum mun körfuboltalið ÍR eitt halda uppi merki Breiðholtsins í efstu deild karlaíþrótta. Betur má ef duga skal í jafnstóru hverfi.

Rán í Egilshöllinni eru algeng um þessar mundir. Þeir sem þangað mæta til íþróttaiðkunar eiga á hættu að vera rændir. Það hefur víst verið talsvert miklu rænt úr búningsklefanum þar síðustu daga og því fengu Leiknismenn að kynnast í kvöld. Boðið upp á að símum var rænt, veskjum, peysu og buxum. Starfsmenn hússins eru samt ekkert að hafa fyrir því að vara fólk við þessu eða auka öryggisgæsluna.

Hafa verið fremur erfiðir dagar hér á íþróttadeild DV síðustu daga enda verið í tísku að fjölga síðum íþróttablaðsins. Að mörgu leyti mjög gott en erfitt þegar við erum bara þrír.


Skeining?

Jæja... Páskafríið búið og það var fínt. Spá í að fara að vakna úr blogg-rotinu.

Af kofaborgurum og einhverju...

Stífur vinnudagur á morgun... 12 blaðsíður sem fylla þarf. Ágætis rólyndis laugardagskvöld, er í risíbúð Hobbitanz að spila Stjórann ásamt fjórum öðrum. Sit hjá núna og ákvað að skeina smá bloggi. Væri til í eins og einn til tvo kalda með en sýklalyf banna það víst. Af hverju sýklalyf? Maður þarf að bjóða upp á söguna af því við tækifæri.

Álverið ekki stækkað. Gæti ekki verið meira sama.

Kom heim úr London/Mallorka ferðinni á fimmtudagskvöld. Er algjörlega kominn með yfirdrifið nóg af flugvöllum í bili. Ferðin bara helvíti fín. Lítið um vatnslás en þó eitthvað.

Verð að mæla með fjósa-sjoppunni sem er við Norðlingaholtið, sumarbústaðakofinn. Mesta verkamannasjoppa í heimi. Skellti mér á hana með Degi og varð Kofaborgara-tilboðið fyrir valinu. Fullt af hressum Pólverjum og sveittum mönnum að borða sveittan mat. Kofaborgarinn er sveittur en ekki jafn sveittur og franskarnir. Sveittur matur er góður.

Davíð Snorri kallar... komið að því að leggja hann aftur að velli.


Mallorka...

Það er ekkert Mallorka veður á Mallorka. Betra veður í London. Hvað er það?

Annars myndi ég nota peninginn í eitthvað annað en að tippa á 2 á leik kvöldsins. Jafnvel þó stuðullinn sé 14,0. Hann ætti í raun að vera hærri.


Furðulegar hliðar fótboltans

Ólafur Jónsson er fyrirliði nýstofnaðs liðs Knattspyrnufélags Breiðholts, KB. Liðið mun leika í 3. deildinni í sumar. Óli starfar sem lögreglumaður. Hann sér um lögreglustörf í Breiðholtinu en flestir leikmenn KB eru búsettir þar.  Hann hefur lent í því þurfa að stöðva samherja sína í liðinu fyrir umferðarlagabrot.

Fyrir nokkrum dögum framkvæmdi hann leit í bíl hjá samherja sínum í liði KB og fann eitthvað dularfullt. Það er ekki hægt að segja annað en að þetta geti stuðlað að sérstakri stemningu inn í búningsklefa liðsins. Svo varð allavega raunin þegar Óli og ákveðinn leikmaður hittust aftur fyrir æfingaleik í gær. Það var þó allt á gamansömum nótum og vonandi helst það þannig.

Það er allt í lög og reglu hjá KB enda ekki að ástæðulausu sem Óli var gerður að fyrirliða!


Mallorca sjúbbídú

Það stefnir allt í að maður sé á leið til Mallorca í næstu viku. Fer þangað fyrir DV og verður hressandi að fara til Spánar í fyrsta sinn á ævinni. Spánn - Ísland. Þeir sem halda að Ísland eigi sjens ættu að skoða landsliðshóp okkar. Ekki að segja að það hefði verið hægt að velja sterkari hóp (þó sumir menn mættu alveg vel missa sig) heldur er þetta bara einfaldlega nægilega sterkt.

En samt verður gaman... hlýtur að vera.

Garðar að gera gott mót í vinnunni handleggsbrotinn. er með penna við gipsið sitt og potar á lyklaborðið. Geri aðrir betur. Ætlar greinilega að verja titil sinn sem fjölmiðlamaður vikunnar.


Láta vita af sér

Sælt veri fólkið!

Var veðurtepptur á Akureyri en er á lífi. Þó var þetta ekki slysalaus ferð og endaði með því að það þurfti að sauma yfir tíu spor í lærið á mér. Kem má þá sögu á þessari síðu fyrr en varir. En allavega var sigur Leiknis gegn Völsungi stór og góður. Mér hefur verið bannað að tala um þann leik í vinnunni og þurfti því að fá smá útrás með því að minnast á þetta hérna.


Ef eitthvað á að banna...

burgersy...þá eru það hamborgararnir sem seldir eru á City of Manchester Stadium. Ef þið eigið leið um þann ágæta völl einn daginn þá verðið að skella ykkur á börger þar ef þið viljið smakka þann versta af öllum. Bragðast eins og skósóli.

En það er hin dínamíska föstudagsfærsla. Í fyrramálið held ég norður á Akureyri og því er engum færslum lofað yfir helgina... samt aldrei að vita hvað getur gerst. Annars er voðalega lítið sem ég hef að segja enda er aðal hitamálið í dag hvort Eiríkur Hauksson eigi að vera rauðhærður. Sleppi því að tala um það.

Jafnvel að maður fari til Mallorca á Spánn - Ísland... stefnir í það allavega.

Eins og ég held nákvæmlega ekkert með ÍR í fótbolta þá rennur Breiðholtsblóðið í æðum mínum þegar kemur að liðum ÍR í handbolta og körfubolta. Góður sigur hjá ÍR í körfunni í gær. Úrslitakeppnin komin af stað en hún er eitt það skemmtilegasta sem íslenskt íþróttalíf býður upp á. Og úlit fyrir óvenju mikla skemmtun í ár (varð að byrja setningu á og fyrir Skapta).

Nenni ekki að bola yfir mig og gera aðra færslu tengda við fréttina um enska landsliðshópinn. Hér má allavega sjá hópinn. Hvernig er sterkasta byrjunarlið Englands? Komið með ykkar skoðun... þá er aldrei að vita nema ég komi með mína.

Annars er Robbie Savage bara ekkert óvinsæll á Englandi! Maðurinn getur ekki mætt á pílukeppni án þess að verða fyrir aðkasti. Sá þetta myndband inn á Sammaranum. En það er föstudagur og þá er það föstudagslagið sem kemur manni í gírinn.

Þakka fyrir lesturinn á þessari ómerkilegu færslu...


mbl.is Chelsea bannar sellerí á Stamford Bridge
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Allir í gallana!

VölzýFyrsti stórleikur ársins í íslenskum fótbolta verður klárlega á laugardaginn þegar Völsungur og Leiknir eigast við í Boganum á Akureyri. Pönkararnir frá Húsavík gegn Ghettó-strákunum úr Breiðholtinu. Gaman að því að þessi tvö lið eru einmitt hægt og bítandi að yfirtaka íslenskan fjölmiðlamarkað.

Til að hita fólk upp fyrir viðureignina á laugardag býð ég upp á stuðningsmannalög þessara tveggja liða, enda fátt skemmtilegra en íslensk stuðningsmannalög. Um er að ræða tvö gjörólík lög svo varla er samlíkjandi.

 

Allir í gallana - Völsungur

Bjart í Breiðholti - Leiknir


Næsta síða »

Um bloggið

Bolablogg Elvars

Höfundur

Elvar Geir Magnússon
Elvar Geir Magnússon
Íþróttafíkill sem starfar hjá DV. Breiðhyltingur fram í fingurgóma. Er forseti 3. deildarliðsins KB og stuðningsmaður Leiknis, Inter og ManJú.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Spurt er

Tekurðu þátt í skoðanakönnunum á bloggsíðum?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband