Klassískir sjónvarpsþættir

Ég get ekki gert topp tíu lista yfir sjónvarpsþætti sem eru efst á baugi hjá mér þessa stundina þar sem ég er nú bara að fylgjast með einum. Það er snilldin Heroes. Ég ætla hinsvegar að telja upp þær sjónvarpsþáttaraðir sem eiga sér stað í hjarta mínu og ég hef glápt á gegnum tíðina (í engri sérstakri röð)...

...Bangsi bestaskinn, Beverly Hills, Skot og Mark (Klíklóbanarnir), My name is Earl, Lost (fyrsta sería), 24, Heroes, Fóstbræður, Venni Páer, Konfekt, Baywatch, Baywatch Nights, Baywatch Hawaii, X-Files, Rescue 911, Seinfeld, Simpsons, og Heroes. Er 100% að gleyma einhverri snilld.

P.s. ekki láta gabbast af þessum nýja drykk þarna, Coke Zero, þetta er bara Coke Light í einhverjum "svalari" umbúðum. Reynar er ein breyting... þessi nýi drykkur freyðir talsvert meira.


Setning dagsins

Setning dagsins kemur frá vinnufélaga: "Ég fékk mér engan kvöllara og er í hakki," - Dóri DNA

King Runar

SPO_Runar_KristinssonRúnar Kristinsson er á leið í KR, það vita það allir en bara er beðið eftir því að hann kroti undir samning. Ég hefði alveg viljað fá hann heim í Breiðholtið en fagna því samt ef maður fær að sjá hann á íslenskum völlum í sumar.

Rúnar er einn besti miðjumaður sem Ísland hefur átt. Hann er dýrkaður og dáður af stuðningsmönnum Lokeren. Ekki er mikið sýnt frá belgíska fótboltanum í íslensku sjónvarpi og því hefur fólk þurft að láta sér duga að lesa um árangur Rúnars í blöðum.

Ég held að margir geri sér ekki alveg grein fyrir því hve ótrúlega góður leikmaður Rúnar var og er!

Á Youtube benti Eyjó mér á þetta myndband sem ég mæli sterklega með:
http://www.youtube.com/watch?v=iqUdFM1hTEI

Svo er hér annað myndband sem er ekki alveg jafn flott en Leiknir kemur samt við sögu og er það gaman: http://www.youtube.com/watch?v=xLLlLOYL2qs


Gætum jafnræðis

Ég er maður sem gæti þess að jafnræði sé ávallt ríkjandi (í flestum málum). Þrátt fyrir að skrifa á Moggablogg ákvað ég að bjóða upp á eitt stykki link á frétt á Vísi.is. Sú frétt er reyndar ein sú allra fyndnasta sem ég hef lesið lengi. Smellið hér. Ef svona atvik kæmi upp hér á landi, væri þá pláss fyrir eitthvað annað í áramótaskaupinu?

Annars er Vísir.is greinilega kominn í harða samkeppni við Baggalút. Lítum á nokkrar vel valdar fyrirsagnir í erlendum fréttum fyrir 12. mars:

- Vilja svipta Adolf Hitler ríkisborgararétti (þó fyrr hefði verið!)

- Rifist um smokka (um deilur í Brasilíu)

- Smáralindardeila á Spáni (fólk um allan heim að sjá fermingarbörn í kynferðislegum stellingum)

- Amma í fallhlífarstökki (fylgir video með)

- Indjánar hreinsa slæma orku Bush á helgistað (jahá!)

- Ók bílnum inn í svefnherbergi (gerðist í Danmörku auðvitað)

 

Allar þessar fréttir birtust á sama degi. Og hver ætlar að halda því fram að við lifum í eðlilegu heimi!? og eru hanar með nef?


Líkurnar aukast...

Eins og kom fram á þessari síðu ekki alls fyrir löngu þá spái ég því að við fáum þrjú ensk lið í undanúrslitum Meistaradeildarinnar. Líkurnar á að eitt þeirra, Liverpool, komist áfram voru allavega að aukast allsvakalega með fréttum þess efnis að Alex verður ekki með PSV í leikjunum gegn Liverpool. Þó ég hafi ekki séð mikið af honum þá virkar hann ótrúlega öflugur leikmaður.

Meðan hann er meiddur spilar hann allavega ekki með landsliðinu og meðan hann spilar ekki með landsliðinu þá fer hann ekki að spila með Chelsea. Alltaf ljósir punktar á öllu.


mbl.is Alex ekki með gegn Liverpool
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vatnaliljur og KB

Já það eru eftirköst af helginni... fínasta helgi að baki. Á laugardagskvöldið fór ég í partý sem knattspyrnufélagið Vatnaliljurnar hélt og var þar margmennt. Hressleikinn hófst yfir spænska stórleiknum sem var skemmtilegri en flestir reiknuðu með. Vatnaliljurnar án efa hressasta utandeildarliðið í bransanum.

Hressasta 3. deildarliðið var síðan að leika æfingaleik á sunnudagskvöld þar sem 5-2 sigur vannst. Leikur margra stórskemmtilegra marka. Áfram KB!


Jói Björns í gervi Shakiru (rándýrt)

JóiFyrir einhverjum árum síðan, þegar Popptíví var á hátindi sínum, var haldin dínamísk Shakiru look-a-like keppni. Shakira er vinsæl söngkona sem þið getið séð mynd af með því að smella hérna.

Jóhann Björnsson er nýjasti spaðinn í Landsbankadeildinni. Varnarjaxl sem valinn var leikmaður ársins hjá HK í fyrra. Hann er mikill keppnismaður.

Jói ákvað á sínum tíma að taka þátt í þessari keppni. Þrátt fyrir að vera karlkyns lék hann til sigurs en í vinning var ferð með Steina á Pikktíví á Popptíví á tónleika með Shakiru á erlendri grundu. Hann vann ekki en myndirnar sem hann sendi voru ekki af verri endanum.

Liðsfélagar Jóa hjá HK fréttu af þessu fyrir nokkrum vikum og hefur hann ekki verið kallaður annað en Shakira. "Veeel gert Shakiiiraaa!" heyrði ég Gunnleif Gunnleifsson, markvörð HK-inga, kalla til Jóa í leik í Lengjubikarnum fyrir stuttu.

Eftir því sem ég veit best hafa HK-ingar þó ekki enn fengið að berja augum myndirnar af Jóa í gervi Shakiru. Kristján Ari, kantmaðurinn knái, kom að máli við mig og spurði hvort ekki gæti verið að ég hefði þessar myndir undir höndum. Eftir stutta leit í gamalli tölvu fann ég myndirnar.

Þar sem Jói er toppgaur þá veit ég að hann fyrirgefur mér þetta ;) Smellið á myndirnar til að sjá þær stærri.

Shakira 001Shakira 002


Silfur í vatnslásakeppni (lókall)

Keppnisskapið í mönnum í gær var mikið þegar haldin var vatnslásakeppni af bestu gerð. Ég er samt í dag að súpa seyðið af þátttöku minni. En silfurverðlaunin eru komin í hús hér í Spóahólum. DV sendi tvo þátttakendur til keppni og hlutu þeir gull og silfur. Í þriðja sætinu var fulltrúi Vísis.is en meistari síðustu ára, fulltrúi Fréttablaðsins, hafnaði óvænt í fjórða sætinu.

Baldur Beck og Sigga eiga heiður skilinn, gestgjafar af bestu gerð. Og sá hópur fólks sem þarna lét sjá sig ekki af ódýrari gerðinni... Benna, ooj og Gloriu samt saknað. Fyrst maður er dottinn í lókalinn þá er hægt að færa fréttir af því að unnusti minn í umbrotinu var plötusnúður á stað sem ég datt inn á! Það gerist ekki betra!

Næst á dagskrá: KFC


Föstudagsfærslan

Minn gamli skóli, FB, mikið verið til umræðu í dag. Allt varð vitlaust á skólaballi sem haldið var á Selfossi í gærkvöldi. Hitti formann nemendaráðs í Smáralind áðan og hún var öll hin hressasta. Vissulega fór þetta úr böndunum en gerður hefur verið úlfaldi úr hundi.

Finnst mér synd að hætt sé að gera páskaegg sem hafa hina klassísku strumpa. Nú eru komnar einhverjar ómerkilegar geimverur. Finnst mér það mjög leiðinlegt enda á ég eitt stærsta strumpasafn landsins. En páskaeggin allavega komin í búðirnar og nýbúið að lækka matarskattinn.

Vil skora á Sýn að grafa aftur upp gamla enska bolta lagið næsta vetur (Match of the day lag BBC). Hef saknað þess mikið... þið þekkið þetta, dududududuruddududdu.... Skora líka á þá sem ekki hafa enn spáð í Meistaradeildina í síðustu færslu að gera það.

Ég er allavega kominn í helgarfílinginn! Ef þú ert það ekki þá skaltu bara hlusta og horfa á þetta: http://www.youtube.com/watch?v=cD3lPGcvtpE Ég lofa að helgarfílingurinn komi þá. Þetta er skylduáhorf.

 


Þrjú ensk lið í undanúrslitum

Eftir stutta umhugsun þá er ég kominn með mína spá.

AC Milan - Bayern München > Bayern áfram
PSV Eindhoven - Liverpool > Liverpool áfram
Roma - Mancherster United  > ManU áfram
Chelsea - Valencia > Chelsea áfram

Með öðrum orðum, þrjú ensk lið í undanúrslitum.

Undanúrslit:
Liverpool - Chelsea
ManU - Bayern


mbl.is
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Bolablogg Elvars

Höfundur

Elvar Geir Magnússon
Elvar Geir Magnússon
Íþróttafíkill sem starfar hjá DV. Breiðhyltingur fram í fingurgóma. Er forseti 3. deildarliðsins KB og stuðningsmaður Leiknis, Inter og ManJú.
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Spurt er

Tekurðu þátt í skoðanakönnunum á bloggsíðum?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband